Nýjar vörur

  • Preppborð
    Preppborð

    Preppborð með hillum fyrir skíðin. Legst vel saman og því auðvelt að...

    49 999 ISK

Specials

Suppliers

Um okkur

Starfsfólk

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins

Jón Halldórsson

Innkaupastjóri og sölumaður

Snjólaug María Jónsdóttir

Sölumaður og ráðgjafi

Guðmann Jónasson

Staðsetning og netföng

 

Fyrirtækið er staðsett  á Blönduósi að Skúlabraut 9.

Hægt er að hafa samband við okkur á netfangið

snjoa.m@sportvik.com

eða í síma 848-2760 - Snjólaug

 

Fyrirtækið

Allt um fyrirtækið

 

Fyrirtækið Sportvík var stofnað af Jóni Halldórssyni og hóf starfsemi sína árið 1981 í bílskúrnum að Drafnarbraut 8 á Dalvík með sölu á nýjum og notuðum skíðabúnaði. Síðar bættist svo við sala og viðgerðir á reiðhjólum. Fyrirtækið flutti sumarið 1986 í leiguhúsnæði að Hafnarbraut á Dalvík og hóf sölu á íþróttafatnaði, íþrótta og fjallgönguskóm og stangveiðivörum.

Árið 1990 flutti svo fyrirtækið í eigið húsnæði að Skíðabraut 2 á Dalvík,og hafði þá bæst við innflutningur og sala á DYNAMIC skíðum og skíðaskóm. Verslunin var rekin að Skíðabraut 2 til ársins 1998 en þá urðu breytingar á reksti fyrirtækisins og Sportvík ehf var stofnað.

 

Á þessum tíma var fyrirtækið komið með umboð fyrir ýmsan búnað tengdan skíðasvæðum og almennri skíðaiðkun, þar má nefna skíðahjálma frá MIVIDA. Stangir og ýmsan öryggisbúnað fyrir skíðasvæði frá LISKI og snjóframleiðsluvélar frá LENKO sem eru í notkun á skíðasvæðum víða um landið og hafa reynst einstaklega vel. Vélarnar eru framleiddar í dag undir merki Demac-Lenko.

 

Í byrjun árs 2012 varð svo enn ein breytingin á rekstrinum þegar Snjólaug dóttir Jóns hóf störf hjá fyrirtækinu og hluti starfseminnar fluttist til Blönduóss.

Við bættust umboð fyrir skíða og sólgleraugu frá DEMON, hjálma og skíðagleraugu frá BULLSKI, bakbrynjur og hlífar frá UFO PLAST áburður og annar búnaður til að halda við skíða og brettabúnaði frá LG Sport (SKS sem var og hét)

 

Þá hóf Sportvík einnig að flytja inn ýmsan búnað fyrir  skotveiði og skotíþróttamenn t.d. þrengingar, sigti, skotgleraugu, töskur, skotvesti, hreinsisett o.fl.

Meðal umboða sem Sportvík er með í skotvörum má nefna BRILEY, HIVIZ, NEGRINI, POST 4, TOP GUN og MEGALINE.

2015 fluttum við svo endanlega á Blönduós með alla starfsemi